top of page
Brotin_bein_kapa_FRONT.jpg
Brotin bein

Höfundur Angela Marsons

​Þýðing Ingunn Snædal

Þau héldu að þau væru örugg. Það reyndist rangt.

 

Morð á ungri vændiskonu og kornabarn sem finnst yfirgefið sama vetrarkvöldið er upphafið að erfiðri rannsókn Kim Stone – sem kemst aftur í kynni við manneskju frá sinni eigin hræðilegu æsku.

Þegar þrjár vændiskonur í viðbót finnast myrtar í Svörtulöndum í röð síharkalegri árása gera Kim og liðið hennar sér grein fyrir því að þetta var ekki handahófskenndur ofbeldisglæpur heldur er sjúkur raðmorðingi að verki.

Á sama tíma er leitað að foreldri sem skildi ungbarn sitt eftir við lögreglustöðina – en það sem virðist í fyrstu vera sorgleg höfnun tekur fljótlega á sig aðra og mun dekkri mynd. 

 

Þegar ung stúlka hverfur vísa rannsóknirnar tvær lögregluliðinu inn í hryllilegan og hulinn heim þar sem Kim lendir í lífshættu við að leiða málin til lykta. 

 

Getur Kim ráðið niðurlögum sinna eigin djöfla og stöðvað morðingjann áður en enn eitt lífið glatast?

 

Hörkuspennandi glæpasaga úr metsöluseríunni – þessa bók er ekki hægt að leggja frá sér fyrr en sagan er á enda!


 

Fylgist með fleiri sögum um Kim Stone

 

Kim Stone er rannsóknarfulltrúi sem lumar á dökkum leyndarmálum og svífst einskis til að vernda hina saklausu. Þögult óp er fyrsta bókin í seríunni. 


 

Texti fremst í bókinni: 

 

Lesendur hafa þetta að segja um Brotin bein:

 

‘Angela Marsons skilar enn og aftur af sér frábærri fimm stjörnu sögu … Ég gat ekki lagt hana frá mér fyrr en ótrúlegur endahnúturinn var bundinn á söguna. Höfundurinn kann virkilega vel að halda spennunni allt fram á síðustu stundu, og uppljóstrunin í lokin kom stórkostlega á óvart.’ Úr The Letter Book Reviews

 

‘Angela Marsons dregur mann inn í söguna og sleppir ekki takinu fyrr en á síðasta orðinu. Í hreinskilni sagt er þetta uppáhaldsbókin mín úr bestu glæpasagnaröð sem ég hef lesið! Ég gæfi henni sex stjörnur ef það væri hægt.’ Goodreads lesandi

 

‘Tímabær, harkaleg og kemur við hverja taug … Enn einn gallalaus bók frá Angelu Marsons sem mér finnst vera í algjörum sérflokki í þessum geira.’ Book Addict Shaun

 

‘Maður sekkur ofan í söguna alveg frá byrjun, ég kláraði hana á nokkrum tímum – gat einfaldlega ekki hætt að lesa … Ég var alveg frávita af spenningi yfir því hvað kæmi næst.’ Chelle’s Book Review

bottom of page