top of page
Horfin_kapa_ISL_FRONT.jpg

Elias Vahlund og Agnes Vahlund

 

Handbók fyrir ofurhetjur

Fimmti hluti: Horfin

Aðeins þau sem eru raunverulega sterk þora að sýna veikleika.

Stórglæpamaðurinn Wolfgang situr á bak við lás og slá í Rósahæð. Það þýðir þó ekki að Lísa og Max geti slakað á. Dag einn gerist dálítið hræðilegt. Börn fara að hverfa um nætur. Eitt af öðru, algjörlega sporlaust. Fólkið í bænum er reitt – af hverju finna Rauða gríman og Villta býflugan ekki börnin? Á sama tíma reynir Lísa að kenna Nikka og Róbert ofurkrafta en það gengur ekki vel. Allt í einu er hún búin að fá alla upp á móti sér. Hverjum getur hún treyst?

Handbók fyrir ofurhetjur er bókaröð sem hefur farið eins og stormsveipur um Ísland og hin Norðurlöndin. Hér er fimmta æsispennandi bókin og upphafið á nýju ævintýri!

 

Lísa snýr aftur í „Handbók fyrir ofurhetjur, sjötta hluta: Vonlaust“.

bottom of page