top of page

Þessi bráðnauðsynlega 100 blaðsíðna handbók um vín er eftir virtasta víngagnrýnanda heims, Jancis Robinson.

Í Litlu vínbókinni deilir hún sérfræðiþekkingu sinni með lesendum á hnyttinn og aðgengilegan hátt. Hún hjálpar okkur að fá sem mesta ánægju út úr þessum dularfulla og dásamlega drykk og fjallar meðal annars um muninn á hvítvíni og rauðvíni, flöskulögun og –miða, bragðlýsingar, lit og lykt, hvernig para eigi vín við mat og hvort dýrara sé betra.

Jancis Robinson hefur verið kölluð „virtasti víngagnrýnandi og vínskríbent í heimi“ í tímaritinu Decanter. Árið 1984 hlaut hún nafnbótina Master of Wine, fyrst einstaklinga utan víniðnaðarins. Hún skrifar um vín í The Financial Times, hefur skrifað og ritstýrt mörgum bókum um vín, þ. á m. Wine Grapes (Allen Lane), The Oxford Companion to Wine (OUP) og The World Atlas of Wine (Mitchell Beazley). Margverðlaunuð vefsíða

hennar, www.JancisRobinson.com, er með áskrifendur í 100 löndum.

 

Vín er einn vinsælasti drykkur í heimi. Marga vínneytendur langar að kynna sér hann betur án þess að þurfa að sökkva sér djúpt í fræðin eða fara á námskeið. Þessi bók er hið fullkomna fyrsta skref inn í heim vínsins.


„Almennt finnst mér bókin virkilega góð, nær að fanga flest það sem skiptir máli í stuttu máli, enda Jancis einhver mesti snillingur vínheimsins. Þýðingin er frábær, lipur, læsileg og skemmtileg.“

Steingrímur Sigurgeirsson, vinotek.is  

„Markmið mitt með þessari bók er að deila þekkingu minni þannig að þú getir orðið vínsérfræðingur á 24 tímum.“

Jancis Robinson

bottom of page