top of page

PAX
Höfundar:
Ingela Korssell, Henrik Jonsson og Asa Larsson

Åsa Larsson er einn af vinsælustu spennusagnarithöfundum Norðurlandanna. Bækur hennar um Rebecku Martinsson hafa selst í milljónum eintaka um allan heim og unnið til fjölda verðlauna. Åsa vinnur í fullu starfi sem rithöfundur. PAX er fyrsta bókaröðin hennar fyrir unga lesendur.

Ingela Korsell er rithöfundur og menntuð grunnskólakennari. Í dag skiptir hún tíma sínum á milli þess að vinna við 

rannsóknir og kennslu barnabókmennta (læsi barna) við háskólann í Örebro og að skrifa barna- og unglingabækur.

Bæði Ingela og Åsa búa og starfa í Mariefred, þar sem þær deila einnig vinnuaðstöðu. Áður hafa þær skrifað saman efni í útvarpsþætti fyrir börn í Svíþjóð. Þeim finnst báðum norræna goðafræðin og sænsk þjóðtrúin spennandi viðfangsefni sem gaman er að vinna með í PAX bókunum. 

 

Henrik Jonsson er myndskreytir og teiknimyndagerðarmaður. Hann úrskrifaðist frá Kubert skólanum í Bandaríkjunum og hefur m.a. teiknað fyrir DC Comics, í blöð eins og Batman og Suicide Squad. Henrik býr og starfar í Gautaborg. Af öllum fyrirbærunumum í Pax-seríunni finnst honum skemmtilegast að teikna drýslana vegna þess að eru svo litlir og viðbjóðslegir, en samt sem áður svolítið sætir.  Henrik gæti hugsað sér að eiga drýsil sem gæludýr. Drýsilinn myndi halda honum félagsskap þegar hann teiknar fram á nætur og jafnvel sækja fyrir hann pennana.

Það er Sigurður Þór Salvarsson sem þýðir þessar bækur svo snilldarlega. 

Screen Shot 2018-10-19 at 10.04.25.png
Pax-5-Draugurinn.png
bottom of page